Hellimenn Landmannahelli

 Landmannahellir.is
 

Séđ til Heklu og Krakatinds frá Landmannahelli

ferðaþjónustan landmannahelli

Friðsæll áningastaður í "Friðlandi að fjallabaki" til lengri eða skemmri dvalar. Hentar sérlega vel fyrir fjölskyldur, starfsmannahópa og reyndar hvern sem vill njóta kyrrðar og dulúðar fjallanna.  Margt athyglisverðra staða er í nágrenninu, t.d. Hekla, Valagjá, Landmannalaugar og Íshellar í Reykjadölum svo eitthvað sé nefnt. Gps hnit fyrir Landmannhelli eru N 64 03 V 19 14. Hér má sjá húsin viđ Landmannahelli á mynd frá myndavél sem stađsett er á  Löngusátu skammt frá Landmannhelli
Búiđ er stika gönguleiđina  Rjúpnavellir - Áfangagil - Landmannahellir - Landmannalaugar (Hellismannaleiđ) og fylgir hér međ leiđarlýsing í pdf skjali.

Landmannahellir er í alfaraleið þeirra sem fara ríðandi um hálendið, enda góð aðstaða þar fyrir hesta og ferðafólk. 
Fyrir hrossin eru þrjú stór gerði, 40 hesta hús og hey.
Svefnpokagisting er í átta húsum fyrir samtals 92 gesti í einbreiđum og tvíbreiđum kojum. Húsin eru upphituđ, međ rennandi vatni, eldunarađstöđu og wc. 

Einnig er við Landmannahelli svæði fyrir tjöld, fellihýsi og húsbíla, smáhýsi með hreinlætisaðstöðu, útigrill og veiðileyfasala.

Ferðaþjónustan er opin frá miðjum júní fram í september.

Pantanir og fyrirspurnir í síma 893-8407 eđa info(at)landmannahellir.is

 

Copyright © 2006-2023KRA | Forsíða | Veftré | English | Póstur


14.04.2023